Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Evr��pusj����ur um a��l��gun vegna al��j����av����ingar - 688 svör fundust
Niðurstöður

Nettógreiðendur og nettóþiggjendur

Nettógreiðendur eru þau aðildarríki ESB kölluð sem greiða meira í sjóði ESB en þau fá til baka úr þeim. Að sama skapi eru nettóþiggjendur þau ríki sem fá meira úr sjóðum ESB en þau greiða í þá. Tekjur Evrópusambandsins samanstanda að langmestum hluta af framlögum frá aðildarríkjunum. Framlögin eru sett saman úr...

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund, IMF), líkt og Alþjóðabankinn (e. World Bank), var stofnaður árið 1944 í kjölfar Bretton Woods fundarins, þar sem 49 af ríkustu löndum heims komu sér saman um leikreglur í alþjóðaviðskiptum. Meginmarkmiðið með stofnun Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyri...

Hvernig eru "aðildarviðræður" og "Evrópuvefur" á íslensku táknmáli?

Í kynningarheimsókn Evrópuvefsins til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra voru starfsmenn Evrópuvefsins beðnir um að taka upp tákn fyrir íslensku táknmálsorðabók SignWiki-síðunnar. Hér fyrir neðan má sjá Þorvarð Kjerulf Sigurjónsson sýna íslensku táknin fyrir orðin aðildarviðræður og Evrópuvefur. ...

Hver voru algengustu leitarorðin á Evrópuvefnum árið 2012?

Þátttaka í vefmælingu Modernusar veitir aðgang að ýmsum fróðlegum upplýsingum um notendur Evrópuvefsins. Þar má til að mynda sjá hvaða svör eru vinsælust meðal notenda, í hvaða löndum þeir sitja við tölvurnar sínar, af hvaða öðrum vefsíðum þeir vöfruðu inn á Evrópuvefinn og að hverju þeir voru að leita í leitarvél...

Hnattvæðing

(globalisation) er haft um þá þróun í samtíðinni að alheimssamfélagið tengist sífellt meira innbyrðis og allir verða sífellt háðari hver öðrum. Þessi þróun leiðir af sér minnkandi áhrif þjóðríkja og annarra slíkra eininga en hnattvæddum fyrirtækjum fjölgar og þau hafa sífellt víðtækari áhrif um allan heim. Margir ...

De Gaulle, Charles

var forseti Frakklands 1958-1969 og gegndi lykilhlutverki í þróun evrópskrar samvinnu. Hann var ákafur talsmaður þess að ríki EB ættu að halda fullveldi sínu, til dæmis með því að hafa neitunarvald um sameiginlegar ákvarðanir. Hann var einnig öflugur málsvari fransks landbúnaðar og þar með einnig landbúnaðar í öðr...

Hvar er landið Moldóva?

Eitt af ríkjum Sovétríkjanna hét Moldavía, eða öllu heldur Sovétlýðveldið Moldavía. En þegar Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991 lýsti þetta ríki yfir sjálfstæði og tók upp nafnið Moldóva. *** Moldóva liggur að mestu leyti á milli ánna Prut og Dnjestr sem renna í Svartahaf. Landið liggur að Rúmeníu til v...

Ríkjaráðstefna

(intergovernmental conference, IGC) er fundur ríkisleiðtoga í ESB þar sem teknar eru meiri háttar ákvarðanir um framtíðarstefnu sambandsins. Mikilvægi þessara funda hefur aukist mjög að undanförnu og nú er áskilið að þeir afgreiði alla nýja sáttmála....

Milliríkja-

(intergovernmental) er haft um ákvarðanir, fundi, stofnanir og þess háttar þar sem áherslan er á ríkisstjórnir aðildarríkjanna í stað eigin stofnana ESB. Sameiginlega stefnan í utanríkis- og öryggismálum (SSUÖ) fellur í þennan flokk....

Hver hefur þróun kjörsóknar í kosningum til Evrópuþings verið frá upphafi?

Dregið hefur jafnt og þétt úr þátttöku í kosningum til Evrópuþingsins síðan þær fóru fram í fyrsta sinn árið 1979 en fyrir þann tíma voru þingmenn útnefndir af þjóðþingum aðildarríkja. Þátttaka fór úr 62% árið 1979 í 43% í kosningum fyrir yfirstandandi kjörtímabil sem fóru fram árið 2009. Kjörsókn hefur frá uppha...

Lýðræðishalli

(democratic deficit). Þegar talað er um slíkan halla í ESB er einkum átt við að stefnumótun sambandsins sé ekki eða hafi ekki verið nógu opin, lýðræðisleg og gagnsæ. Einnig að Evrópubúar hafi ekki nóga samkennd með Evrópu í samanburði við upprunasvæði sitt eða þjóðerni. Lýðræðishallinn birtist m.a. þegar tillögur ...

Kola- og stálbandalag Evrópu

Kola- og stálbandalag Evrópu (European Coal and Steel Community, ECSC) var stofnað árið 1952 og lagði grunninn að samrunaþróuninni í Evrópu. Aðilar voru í byrjun Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir og Beneluxþjóðirnar, sömu þjóðir og stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu og Kjarnorkubandalagið fimm árum síðar. Þetta var tollab...

Transparency International

Transparency International eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru árið 1993 og berjast gegn spillingu um allan heim. Aðalstöðvar samtakanna eru í Berlín í Þýskalandi en sérstakar landsdeildir starfa á vegum þeirra í um það bil 100 löndum. Markmið samtakanna er að ná langtímaárangri í baráttunni gegn spillingu en...

Hvernig hefur Evrópusambandið breyst frá stofnun?

Frá 1952 voru sex þjóðríki í bandalögunum sem leiddu síðar til Efnahagsbandalags Evrópu og Evrópusambandsins: Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg, en Bretland, Danmörk og Írland bættust í hópinn árið 1973, Grikkland árið 1981, og Spánn og Portúgal árið 1986. Síðan Evrópusambandið (ESB...

Breska samveldið

Breska samveldið (e. British Commonwealth) var stofnað árið 1931 sem samtök fullvalda ríkja um allan heim sem voru áður hluti af breska heimsveldinu. Sumir Bretar telja að Bretlandi væri nær láta til sín taka í Samveldinu en í ESB....

Leita aftur: